Frestun vegna kæru setur framkvæmdir í uppnám

Samþykkt var á vettvangi sveitarstjórnar Rangárþings ytra á dögunum framkvæmdaleyfi …
Samþykkt var á vettvangi sveitarstjórnar Rangárþings ytra á dögunum framkvæmdaleyfi fyrir bílastæði við svonefnda Námskvísl sem er skammt áður en komið er að Landmannalaugum sjálfum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Auðvitað er súrt að ekki sé hægt að hefjast handa, því skipulagsmálin af hálfu sveitarfélags eru frágengin og fjármagn til staðar til þess að byrja. Við rekumst alls staðar á veggi,“ segir Eggert Valur Guðmundsson oddviti Rangárþings ytra.

Samþykkt var á vettvangi sveitarstjórnar Rangárþings ytra á dögunum framkvæmdaleyfi fyrir bílastæði við svonefnda Námskvísl sem er skammt áður en komið er að Landmannalaugum sjálfum. Þar er fyrir stæði, alls 3.000 fermetrar, sem stendur til að stækka verulega. Nú eru þau áform komin í biðstöðu.

Best að hætta þessu brölti

„Rangárþing ytra hefur sem sveitarfélag skipulagsvaldið í Landmannalaugum með höndum, en það er sennilega það eina sem ekki eru skiptar skoðanir um. Okkur er í mun að þarna sé staðið vel að málum og við höfum til umráða m.a. 40 millj. kr. framlag frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til framkvæmda í haust.

En svo virðist að fátt ef nokkuð megi gera og þarna geta þrýstihópar haft óeðlilega mikil áhrif að mínu mati. Þá er líka umhugsunarverð staða að ríkið, í þessu tilviki forsætisráðuneytið, samþykki ekki framkvæmdaleyfið og hafði þó verið virkur þátttakandi á undirbúningstíma.

Því hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir sveitarstjórn að hætta öllu þessu brölti, því með slíku mætti spara sveitarsjóði umtalsverða peninga og vinnu,“ segir Eggert Valur.

Meira í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert