Frestur til að framlengja nýtingu að renna út

Umsækjendur þurfa að óska eftir að ráðstöfun inn á lán …
Umsækjendur þurfa að óska eftir að ráðstöfun inn á lán haldi áfram fyrir 30. september 2023 á leidretting.is. mbl.is/Sigurður Bogi

Frest­ur til að fram­lengja nýt­ingu sér­eign­ar­sparnaðar vegna kaupa á íbúðar­hús­næði eða til ráðstöf­un­ar inn á höfuðstól láns renn­ur út 30. sept­em­ber.

Um­sækj­end­ur þurfa að óska eft­ir að ráðstöf­un inn á lán haldi áfram á lei­drett­ing.is.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Skatt­in­um.

Al­menn heim­ild til að nýta sér­eign­ar­sparnað vegna kaupa á íbúðar­hús­næði eða til ráðstöf­un­ar inn á höfuðstól láns gild­ir til og með 31. des­em­ber 2024 en heim­ild­in var fram­lengd í sum­ar.

Á þetta við þá sem sóttu um al­menna ráðstöf­un á lei­drett­ing.is en ekki þá sem sóttu um ráðstöf­un á for­send­um fyrstu eign­ar á skatt­ur.is.

Sér­stak­lega er tekið fram í til­kynn­ing­unni að ný um­sókn gildi frá og með um­sókn­ar­mánuði og því ekki aft­ur­virkt ef það fyr­ir­ferst að fram­lengja fyr­ir lok mánaðar.

Hver og einn þarf að fram­lengja sinni eig­in um­sókn, þannig gild­ir fram­leng­ing ekki sjálf­krafa fyr­ir maka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert