Hringveginum lokað: „Vart stætt í hviðum“

Veginum hefur verið lokað.
Veginum hefur verið lokað. Kort/Vegagerðin

Þjóðvegi 1 á milli Skaftafells og Jökulsárlóns hefur verið lokað.

Búist er við að hann verði lokaður til klukkan sex í fyrramálið, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Björgunarsveitin Kári í Öræfum kveðst í tilkynningu þegar búin að aðstoða tvo ökumenn sinn á hvoru farartækinu, sem lentu í vandræðum vegna kröftugra vindhviða við Kvíá.

„Þegar björgunarsveitarfólk kom á staðinn var vart stætt í hviðum og mikið grjótfok,“ segir í tilkynningu sveitarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert