Litlar skriður fallið á Austurlandi

Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um stöðu mála á Austfjörðum.
Lögreglan sendi frá sér tilkynningu um stöðu mála á Austfjörðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þær skriður sem fallið hafa á Austfjörðum frá í gær eru allar í lækjarfarvegum, fremur litlar og tjón óverulegt eftir því sem best er vitað. Slíkar skriður gætu enn fallið samanber ofangreint og vel því fylgst með stöðunni. Ekki er talin ástæða til frekari rýmingar að svo stöddu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Þá er vísað til vefs Veðurstofu Íslands þar sem segir að mesta úrkoman hefur mælst á Fáskrúðsfirði 200 mm. Í Neskaupstað og á Seyðisfirði hafa mælst 160 mm. Um 60 mm hafa mælst upp á Héraði á Hallormsstað og Egilsstöðum.

Lítilsháttar úrkoma á morgun 


„Áréttað er að áframhaldandi rigningu er spáð næstu klukkustundir en gert ráð fyrir að dragi töluvert úr henni eftir miðnætti. Lítilsháttar úrkoma verði að líkindum á morgun og næstu daga.

Þá kemur og fram að nokkrar skriður hafi fallið að Norðfjarðarvegi í Fannardal í dag, á Borgartanga utan við byggðina í Seyðisfirði og lítil skriða fallið í sunnanverðum Reyðarfirði í morgun,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert