Breyta á reglum um blóðmerar

„Við höfum ekki neina vitneskju um þetta aðra en þá sem við lesum um í blöðum, því miður. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar úr matvælaráðuneytinu aðrar en þær að þetta sé ákveðið á þeim grundvelli að ESA hafi sett ofan í við ráðuneytið yfir því að reglugerðin hafi verið sett,“ segir Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna í samtali við Morgunblaðið.

Gegn ávæðum tilskipunarinnar og samningsins

Gunnar vísar hér til þess að matvælaráðherra hefur tilkynnt um þá fyrirætlan sína að afnema reglugerð frá 2022 um blóðmerahald, en fella þá starfsemi þess í stað undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Með þeirri reglugerð er innleidd tilskipun sem felld var inn í EES-samninginn árið 2014. Á heimasíðu matvælaráðuneytisins kemur fram að þetta eigi að gera í kjölfar samskipta á milli ráðuneytisins og Eftirlitsstofnunar EFTA, þ.e. ESA, en í formlegu áminningarbréfi ESA frá 10. maí sl. komi fram að Ísland hafi brotið gegn ákvæðum tilskipunarinnar sem og EES-samningsins með setningu sérreglna um málefnið.

Gunnar segir að Bændasamtökin hafi óskað eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um það hvernig fyrirkomulagið eigi að vera eftir áformaða breytingu 1. nóvember, en engin viðbrögð hafi fengist við þeim óskum. Útflutningstekjur af blóði teknu úr fylfullum merum eru um 2 milljarðar á ári að sögn Gunnars, en 90 bændur hafa hagsmuna að gæta af þessari starfsemi.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert