Laugardalslaug verður lokað tímabundið vegna viðhalds sem staðið hefur til í nokkurn tíma.
Áætlaður framkvæmdatími er tvær vikur og verður sundlauginni lokað frá þriðjudeginum í næstu viku, að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar. Óvissuþættir gætu þó haft áhrif á framkvæmdatímann.
Sundæfingar og skólasund helst þó óbreytt þrátt fyrir lokunina en á meðan er krökkum í skólasundi og iðkendum bent á að nota gömlu afgreiðsluna, þar sem þeirri nýju verður lokað. Þá verður sömuleiðis opið hjá nuddaranum sem starfar í Laugardalslaug.
„Viðhaldslokun á útilaugarkeri Laugardalslaugar er löngu tímabær en langt er liðið frá síðustu viðhaldslokun,“ er haft eftir Árna Jónssyni, forstöðumanni Laugardalslaugar.
„Fara þarf í endurbætur á hluta af kýraugum í laugarkeri, koma fyrir þili á milli laugarkera, fara í endurbætur á yfirfallslögn, lagfæringar á flísalögn og ýmis önnur viðhaldsverkefni. Jafnframt verður unnið að ýmsum þrifum sem ekki er hægt að komast í þegar gestir eru í lauginni.“
Nánar um helstu verkliði í Laugardalslaug: