Sjö framsóknarmenn vilja endurgreiða námslán

Lagt er til að kortleggja skort á dýralæknum.
Lagt er til að kortleggja skort á dýralæknum. mbl.is/Styrmir Kári

Sjö þingmenn úr Framsóknarflokki hafa lagt fram sameiginlega þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að dýralæknum verði endurgreidd námslán. Um er að ræða tillögu að tímabundnu úrræði samkvæmt tillögunni.

Í greinagerð er vísað til umsagnar Matvælastofnunar þar sem segir að erfitt hafi verið að fá dýralækna til starfa hjá stofnuninni, sér í lagi íslenskumælandi dýralækna í þau störf stofnunarinnar sem krefjast þess að viðkomandi hafi gott vald á rituðu og töluðu íslensku máli. Þá hafi á síðustu árum komið upp tilfelli þar sem engar umsóknir hafi borist um auglýst störf dýralækna við stofnunina. 

Áhrif skorts á íslenskan landbúnað 

Er lagt til að ráðherra háskólamála hafi veg og vanda að gerð skýrslu um ástandið.  „Markmið og efni tillögunnar snýr að því að gerð verði skýrsla um þau áhrif sem skortur á dýralæknum mun hafa á íslenskan landbúnað og atvinnuhætti í íslenskum landbúnaði á komandi árum. Þá er markmiðið jafnframt að varpa ljósi á aðstæður í hinum dreifðari byggðum þar sem skortur er á dýralæknum og stór eftirlitssvæði eru á höndum fárra,“ segir í greinargerðinni.

Flutningsmenn tillögunnar eru þau Þórarinn Ingi Pétursson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Ingibjörg Isaksen, Halla Signý Kristjánsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir úr Framsóknarflokki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert