Ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði

Einn hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði.
Einn hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndrápið á Ólafsfirði sem átti sér stað í október á síðasta ári.

Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.

Aðeins einn hefur verið ákærður í málinu sem verður þingfest í héraðsdómi á þriðjudaginn í næstu viku.

Kolbrún kvaðst ekki geta veitt frekari upplýsingar um ákæruna að svo stöddu.

Stunginn með eggvopni

Aðfaranótt 3. októ­ber var óskað eft­ir lög­regluaðstoð í húsi á Ólafs­firði þar sem maður hafði verið stung­inn með eggvopni. Maður­inn var úr­sk­urðaður lát­inn á vett­vangi eft­ir ár­ang­urs­laus­ar end­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir.

Fjórar manneskjur voru handteknar og voru allar með réttarstöðu sakbornings. Þrjú voru lát­in sæta gæslu­v­arðhaldi, eig­in­kona hins látna, vin­ur henn­ar og hús­ráðandi á staðnum. 

Einn lá að lokum undir grun og var hann látinn laus úr gæsluvarðhaldi í nóvember á síðasta ári.

Í júlí var greint frá því að rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra væri lokið og að málið væri komið á borð embættis héraðssaksóknara.

Ákæran á hendur manninum var gefin út 24. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert