Ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði

Einn hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði.
Einn hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Karl­maður hef­ur verið ákærður fyr­ir mann­drápið á Ólafs­firði sem átti sér stað í októ­ber á síðasta ári.

Þetta staðfest­ir Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­héraðssak­sókn­ari.

Aðeins einn hef­ur verið ákærður í mál­inu sem verður þing­fest í héraðsdómi á þriðju­dag­inn í næstu viku.

Kol­brún kvaðst ekki geta veitt frek­ari upp­lýs­ing­ar um ákær­una að svo stöddu.

Stung­inn með eggvopni

Aðfaranótt 3. októ­ber var óskað eft­ir lög­regluaðstoð í húsi á Ólafs­firði þar sem maður hafði verið stung­inn með eggvopni. Maður­inn var úr­sk­urðaður lát­inn á vett­vangi eft­ir ár­ang­urs­laus­ar end­ur­lífg­un­ar­til­raun­ir.

Fjór­ar mann­eskj­ur voru hand­tekn­ar og voru all­ar með rétt­ar­stöðu sak­born­ings. Þrjú voru lát­in sæta gæslu­v­arðhaldi, eig­in­kona hins látna, vin­ur henn­ar og hús­ráðandi á staðnum. 

Einn lá að lok­um und­ir grun og var hann lát­inn laus úr gæslu­v­arðhaldi í nóv­em­ber á síðasta ári.

Í júlí var greint frá því að rann­sókn lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra væri lokið og að málið væri komið á borð embætt­is héraðssak­sókn­ara.

Ákær­an á hend­ur mann­in­um var gef­in út 24. ág­úst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka