Björg Ásta aðstoðar Guðrúnu

Björg Ásta Þórðardóttir.
Björg Ásta Þórðardóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björg Ásta Þórðardótt­ir hef­ur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur dóms­málaráðherra.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands.

Björg Ásta lauk meist­ara­prófi í lög­fræði frá Há­skóla Íslands árið 2014 og hlaut mál­flutn­ings­rétt­indi fyr­ir héraðsdómi árið 2015.

Hún hef­ur starfað sem yf­ir­lög­fræðing­ur Sam­taka iðnaðar­ins frá ár­inu 2015 og sem lög­fræðing­ur hjá Fé­lagi at­vinnu­rek­enda og full­trúi hjá Mál­flutn­ings­stofu Reykja­vík­ur. Þá starfaði hún hjá lög­regl­unni á Suður­nesj­um. Hún hef­ur jafn­framt starfað í fjöl­mörg­um stjórn­um og nefnd­um á veg­um stjórn­valda og í at­vinnu­líf­inu.

Björg hef­ur sinnt sjálf­boðaliðastarfi á sviði íþrótta­mála og sit­ur nú í dóm­stól ÍSÍ og í aga- og úr­sk­urðar­nefnd KSÍ. Þá hef­ur Björg verið virk í fé­lags­starfi og sinnt for­mennsku í MS-fé­lagi Íslands.

Björg hef­ur þegar tekið til starfa, en þess ber að geta að Hreinn Lofts­son hef­ur látið af störf­um sem aðstoðarmaður dóms­málaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert