Gjöld á græna bíla að skýrast

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjármálaráðuneytið mun leggja fram áformaskjal fljótlega þar sem farið er ofan í saumana á breytingum á gjaldtöku af rafmagns- og tengiltvinnbílum sem verða um næstkomandi áramót.

Bílgreinasambandið hefur kallað eftir því að að það verði gert sem fyrst þar sem óvissa sé til staðar meðal neytenda og bílinnflytjenda um verðlagningu ökutækja á næsta ári.

Beinn stuðningur úr Orkusjóði

Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu var ákveðið Í fjármálaáætlun, sem lögð var fram í mars fyrr á þessu ári, að færa stuðning vegna kaupa á rafbílum vegna orkuskipta í umferð, af tekjuhlið ríkisfjármálanna yfir á gjaldahliðina á komandi ári. Í því felist að í stað virðisaukaskattsívilnana verður tekinn upp beinn stuðningur úr Orkusjóði, sem er á forræði Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. 7,5 milljarðar króna eru eyrnamerktir þessum málum fyrir komandi ár.

Vinnunni verði hraðað

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir allt kapp vera lagt á hraða vinnunni við að útfæra breytingarnar sem verða um áramót. „Við erum að vinna þetta eins hratt og það getur orðið.“ Segir hann að náið samráð hafi verið við atvinnulífið vegna fyrirhugaðra breytinga. „Það þarf að undirbyggja þetta vel og taka síðan samtalið. Þetta tekur allt sinn tíma.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is/​Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert