Rannsókn manndrápsmálsins á Lúx á lokametrunum

Lögreglufulltrúi kveðst vona að málið fari til héraðssaksóknara á næstu …
Lögreglufulltrúi kveðst vona að málið fari til héraðssaksóknara á næstu vikum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannsókn í manndrápsmálinu á skemmtistaðnum Lúx í lok júní á þessu ári er á lokametrunum. 

„Við vonum að þetta fari frá okkur til héraðssaksóknara á næstu vikum,“ segir Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við mbl.is.

Hann segir stöðuna svipaða og fyrir mánuði síðan. Enn sé beðið eftir gögnum úr krufningarskýrslu og öðrum utanaðkomandi gögnum, en aðspurður kveðst Eiríkur ekki vilja tjá sig um hvers kyns gögn sé að ræða.

Hann segir lögreglu enn telja sig hafa skýra mynd af atburðarás kvöldsins og staðfestir að enn sé aðeins einn maður grunaður. Sakborningnum var sleppt úr varðhaldi um mánaðamót júní og júlí og er enn laus úr haldi, að sögn Eiríks. 

Hinn látni var hinn 25 ára gamli Karolis Zelenkauskas, litáískur ríkisborgari, en sakborningurinn er einnig maður á þrítugsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert