SKE verði að gæta meðalhófs

Samtök atvinnulífsins benda á að öflun upplýsinga SKE verði að …
Samtök atvinnulífsins benda á að öflun upplýsinga SKE verði að eiga sér traustan lagagrundvöll. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Samtök atvinnulífsins áréttuðu í dag mikilvægi meðalhófs Samkeppniseftirlitsins (SKE) þegar kemur að upplýsinga og gagnaöflun stofnunarinnar. Er bent á að sjálfstæði SKE sé grunnforsenda þess að stofnuninin „njóti trausts og geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki.“

Telur SA því mikilvægt að gerðar verði ráðstafanir til að stofnunin geti endurheimt traust í kjölfar niðurstöðu áfrýjunarnefndar í máli Brims sem hefur verið til skoðunar hjá eftirlitinu. Þetta kemur fram í  færslu SA vefsíðu sinni.

Orki tvímælis að halda áfram 

Þá segir jafnframt að þó SKE hafi lögum samkvæmt það hlutverk að kanna stjórnunar- og eignatengsl milli fyrirtækja orki það tvímælis að stofunin hyggist halda ótrauð með athugun sína á Brimi sem hún var gerð afturreka með af áfrýjunarnefnd samkeppnismála.

Er bent á það að í frétt sem birtist á vef SKE eftir að úrskurður féll að stofnunin hyggist áfram beita sér fyrir auknu samstarfi opinberra stofnana sem hafi hlutverki að gegna í eftirliti með eða í eftirlitið eða söfnun upplýsinga um stjórnunar- og eignatengsl.

Verður að eiga sér traustan lagagrundvöll 

„Samtök atvinnulífsins árétta að miðlun upplýsinga innan stjórnsýslunnar verður að eiga sér traustan lagagrundvöll,“ 

„Þannig geta eftirlitsstjórnvöld notið víðtækra úrræða til upplýsinga- og gagnaöflunar, en við framkvæmd og nýtingu þeirra verður að gæta meðalhófs. Í lögum er hvergi almenn heimild til miðlunar upplýsinga innan stjórnsýslunnar, slíka heimild getur þó að líta í ýmsum sérlögum. Þá verður miðlun upplýsinga á milli stjórnvalda að hvíla á lagaheimild, auk þess sem gæta verður að persónuverndarsjónarmiðum og þagnarskyldu. Slík framkvæmd verður að byggja á lögmætum markmiðum, vera skýr, fyrirsjáanleg og gæta verður meðalhófs. Jafnvel þó miðlun upplýsinga innan stjórnsýslunnar geti verið lögleg, þá verður hún að eiga sér málefnalegan grundvöll í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar.“

Mikilvægt er að gætt sé að sjónarmiðum um verkaskiptingu á milli stjórnvalda annars vegar og sjálfstæðis eftirlitsstjórnvalda hins vegar, auk þess sem upplýsingamiðlun innan stjórnsýslunnar taki mið af lögum," segir í frétt á vef SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert