Skýrt merki um landris og kvika safnast fyrir

Talið er að kvika safnist fyrir á um sextán kílómetra …
Talið er að kvika safnist fyrir á um sextán kílómetra dýpi undir yfirborði Reykjanesskagans. mbl.is/Eyþór

Brátt er þörf á að búa sig undir næsta eldgos á Reykjanesskaga, ef taka á mið af þróuninni fyrir síðasta eldgos á skaganum. Skýr merki um landris sjást nú á mælum í jörðu og ljóst þykir að kvika safnast fyrir á um sextán kílómetra dýpi.

Talið er líklegt að kvikusöfnunin endi með gosi á næsta ári. Miðað við aðdraganda síðasta eldgoss, sem hófst 10. júlí eftir að landris hófst í aprílmánuði, gæti gosið jafnvel í nóvember á þessu ári. Málið er þó ekki svo einfalt, segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur Veðurstofunnar í jarðskorpuhreyfingum.

Háð mörgu öðru

„Þó að við sjáum nú sambærilega þróun og fyrir síðustu gos, þá er það háð svo mörgu öðru. Hvert kvikuinnskot breytir ástandinu í jarðskorpunni fyrir næsta innskot. Á einhverjum tímapunkti er ekki lengur rými fyrir kvikuna og þá fer eitthvað annað að gerast. Það er engin leið að vita hvenær það verður,“ segir Benedikt.

„Tíminn er bara mjög óviss. Og annað gos ekki heldur sjálfgefið. En við þurfum að vera búin undir næsta gos fljótlega, miðað við þróunina fyrir síðasta gos.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert