Bjarni Sæmundsson náðist á flot

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. Ljósmynd/Landsbjörg

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson sem strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld er laust af strandstað.  

Í tilkynningu Landhelgisgæslunnar segir að skipið hafi komist á flot á flóði klukkan 23.26 í kvöld með hjálp björgunarskipsins Varðar auk fiskeldisskipanna Fosnafjord og Fosnakongen og var það í kjölfarið fært að bryggju á Tálknafirði. 

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum rannsóknarnefndar samgönguslysa. 

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er komið á flot.
Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er komið á flot. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Mynd úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Mynd úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Mynd úr nætursjónauka þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Mynd úr nætursjónauka þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert