Tilkynnt var um líkamsárás í umdæmi lögreglu í Kópavogi og Breiðholti. Lögregla fór á vettvang og ræddi við þolanda árásarinnar. Málið er í rannsókn.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglu vegna verkefna hennar frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Þá var tilkynnt um slagsmál í sama umdæmi.
Töluverður erill var í umdæmi lögreglu í Austurbæ, Vesturbæ, Miðborg og Seltjarnarnesi á sama tíma. Meðal annars var tilkynnt um tvo menn í annarlegu ástandi við veitingastað í miðborginni og var þeim vísað á brott af lögreglu.
Þá var tilkynnt um blóðugan mann ganga frá rafmagnshlaupahjóli en þegar lögreglu bar að garði var sá hvergi sjáanlegur. Rafmagnshlaupahjólið lá á hliðinni og blóðpollur var í kringum það.
Lögregla fékk þá tilkynningu um nokkur umferðaróhöpp, glæfraakstur og aðfinnsluvert aksturslag. Einnig voru tveir handteknir grunaðir um akstur undr áhrifum.