Fyrirsjáanleika skortir með rafbílana

Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju.
Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju. mbl.is/Eyþór

„Það er verið að gera stórar breytingar á kerfinu,“ segir Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju um breytingar á gjaldtöku af rafbílum þegar virðisaukaskattur verður lagður á þá um áramótin. Hann segir mikilvægt að kerfið virki.

„Rafbílar eru miklu dýrari en bensín- og díselbílar í framleiðslu. Það er mjög óeðlilegt að skattheimta af þeim bílum sé miklu hærri ef við ætlum að fara í raunveruleg orkuskipti.“

Verður að vinna skilvirkt

Jón Trausti segir að Orkusjóður hafi auglýst í vor eftir umsóknum um styrki vegna rafknúinna vörubíla þar sem sækja þurfti um fyrir júní. „Núna er kominn 21. september og það er ekki enn búið að úthluta úr þeim sjóði. Ef við ætlum í orkuskipti þá verðum við að hafa kerfi sem vinnur skilvirkt.“

Jón Trausti telur að það sé ekki hægt að styðjast við það sem hann kallar geðþóttaskömmtunarkerfi.

„Það verður að vera einhver vissa og fyrirsjáanleiki til að menn geti gert áætlanir,“ segir hann og bendir á að bílar sem komi til landsins séu framleiddir með löngum aðdraganda. „Núna eru ekki nema 100 dagar til áramóta og það veit enginn almennilega hvernig þetta verður.“

Hann segir að stjórnvöld hafi sett sér metnaðarfull markmið. „En svo vantar stuðninginn.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert