Krefjast þess að fá gögn SKE til baka

Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G. Run.
Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G. Run. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið G. Run. krefst þess að Sam­keppnis­eft­ir­litið, SKE, af­hendi fyr­ir­tæk­inu án taf­ar öll þau gögn og upp­lýs­ing­ar sem það hef­ur látið eft­ir­lit­inu í té vegna at­hug­un­ar SKE á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi. Þetta kem­ur fram í bréfi sem fram­kvæmda­stjóri G. Run. sendi for­stjóra SKE og Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

Svo sem frá hef­ur verið greint hef­ur áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála fellt úr gildi ólög­mæt­ar dag­sekt­ir sem eft­ir­litið lagði á Brim, sök­um þess að samn­ing­ur þess við mat­vælaráðuneytið um téða rann­sókn sam­ræm­ist ekki hlut­verki SKE sem því er fengið í sam­keppn­is­lög­um. Í ljósi þeirr­ar niður­stöðu er krafa G. Run. lögð fram.

Öll gögn verði afmáð úr kerf­un­um

Í bréf­inu er þess jafn­framt kraf­ist að öll gögn og upp­lýs­ing­ar sem fyr­ir­tækið hef­ur sent eft­ir­lit­inu vegna rann­sókn­ar­inn­ar verði afmáð úr kerf­um SKE. Einnig er þess kraf­ist að afrakstri þeirr­ar vinnu þar sem SKE hef­ur stuðst við gögn og upp­lýs­ing­ar frá fyr­ir­tæk­inu t.d. í skýrslu­skrif­um verði eytt taf­ar­laust.

„Að öðrum kosti lít­ur G. Run. svo á að verið sé að hafa úr­sk­urð áfrýj­un­ar­nefnd­ar, og þau sjón­ar­mið sem búa að baki hon­um, að engu. Þess er óskað að óháður eft­ir­litsaðili staðfesti að orðið hafi verið við fram­an­greindu,“ seg­ir í bréf­inu sem und­ir­ritað er af Guðmundi Smára Guðmunds­syni fram­kvæmda­stjóra.

Einnig er bent á að fyr­ir­tækið hafi sett veru­lega fyr­ir­vara við lög­mæti gagna­beiðninn­ar sem hafi verið liður í póli­tískri heild­ar­stefnu­mót­un Svandís­ar Svavars­dótt­ur.

„Við höf­um gagn­rýnt þessi vinnu­brögð sam­keppn­is­yf­ir­valda og mat­vælaráðherra frá fyrsta degi og hvernig ráðherr­ann hef­ur starfað og leyf­ir sér að vinna í þess­um efn­um og mót­mælt því all­an tím­ann,“ seg­ir Guðmund­ur Smári í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Við þekkj­um Svandísi og vit­um ná­kvæm­lega hvert hún ætl­ar að fara. Hún er í sinni póli­tík og það er fyr­ir neðan all­ar hell­ur að apparat eins og Sam­keppnis­eft­ir­litið taki þátt í þess­ari vafa­sömu póli­tík ráðherr­ans. Svandís er bara í grimmri póli­tík gegn sjáv­ar­út­veg­in­um og hún hef­ur þá einu sýn á lífið að sósí­al­ism­inn taki yfir alla at­vinnu­starf­semi,“ seg­ir Guðmund­ur Smári Guðmunds­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert