Stakk Tómas tvisvar í vinstri síðu með hníf

Steinþór hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði.
Steinþór hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir manndráp á Ólafsfirði í október á síðasta ári heitir Steinþór Einarsson og er 37 ára.

Í ákærunni segir að Steinþór hafi svipt Tómas Waagfjörð lífi með því að stinga hann tvisvar sinnum í vinstri síðu með hnífi. Missti Tómas mikið blóð og lést.

Er þess krafist að Steinþór verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Í tveimur aðskildum einkaréttakröfum er farið fram á að hann greiði miskabætur samtals að fjárhæð 12 milljónir kr. auk vaxta ásamt skaðabótum að fjárhæð 10.988.438 kr. auk vaxta vegna missis framfæranda.

Er Steinþór sá eini sem hefur verið ákærður í tengslum við málið sem verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á þriðjudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert