Sveitarstjórar Norðurþings og Þingeyjarsveitar og innviðaráðherra stefna að því að farsæl niðurstaða náist um stuðning við flug til Húsavíkur.
Sveitarstjórarnir funduðu með ráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni og lykilstarfsfólki ráðneytisins í dag.
Í sameiginlegri tilkynningu segir að stefnt sé að því að þeirri vinnu ljúki fyrir næstu mánaðamót.
Flugfélagið Ernir hefur flogið milli Húsavíkur og Reykjavíkur frá árinu 2012 en forsvarsmenn þess hafa gefið út að áætlunarflugi verið hætt um næstu mánaðamót að öllu óbreyttu.
Flugið hefur hingað til verið rekið á markaðslegum forsendum, án beinna opinberra styrkja.