Fellur undir barnaníðsákvæði hegningarlaga

María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra og doktor …
María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra og doktor í lögfræði. Samsett mynd

María Rún Bjarna­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri sta­f­ræns of­beld­is hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, ef­ast ekki um að ólög­leg dreif­ing og fram­leiðsla á nekt­ar­mynd­um, sem hafa verið gerðar með hjálp gervi­greind­ar, muni eiga sér stað á Íslandi.

mbl.is fjallaði í gær um óhugn­an­legt mál á Spáni þar sem nekt­ar­mynd­ir af stelp­um und­ir lögaldri voru í dreif­ingu. Mynd­irn­ar voru þó upp­haf­lega sak­laus­ar mynd­ir af þeim á sam­fé­lags­miðlum sem hafði verið breytt með hjálp gervi­greind­ar sem „af­klæddi“ þær og tölvu­teiknaði þá hluta lík­am­ans sem voru huld­ir und­ir fatnaði.

Fram­leiðsla og dreif­ing ólög­leg

Á Spáni velti fólk því fyr­ir sér hvort að dreif­ing eða fram­leiðsla á mynd­un­um væri ólög­leg, þar sem ekki er um „raun­veru­lega“ mynd að ræða. María seg­ir í sam­tali við mbl.is þó eng­an vafa vera á því að á Íslandi nái lag­aramm­inn utan um svona mynd­ir.

„Það þarf auðvitað að meta í hvert skipti, en ef það er verið að búa til mynd sem á að vera af ein­hverj­um öðrum, og það er aug­ljóst að mynd­in eigi að vera af þeirri mann­eskju, þá skipt­ir ekki máli hvort að þú búir mynd­ina til með „photos­hop“ eða gervi­greind. Það er bæði refsi­vert að búa hana til og að dreifa henni.“

Bend­ir hún á að árið 2021 hafi verið samþykkt lög um kyn­ferðis­lega friðhelgi þar sem þetta kem­ur fram, feitletrað hér á eft­ir:

Hver sem út­býr, afl­ar sér eða öðrum, dreif­ir eða birt­ir mynd­efni, texta eða sam­bæri­legt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kyn­ferðis­legri hátt­semi ann­ars manns án hans samþykk­is skal sæta sekt­um eða fang­elsi allt að 4 árum.“

Refs­ing­in þyng­ist ef um barn er að ræða

Ef mynd­in sem er fram­leidd, eða dreifð, er af ein­stak­lingi sem er und­ir lögaldri verður refs­ing­in enn þyngri.

„Ákvæðið um kyn­ferðis­lega friðhelgi vernd­ar bæði ung­menni og full­orðna. En það myndi alltaf hafa áhrif og aug­ljóst að það myndi falla und­ir barn­aníðsákvæði hegn­ing­ar­laga,“ seg­ir María og bæt­ir við:

„Það sem skipt­ir máli fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag í þess­ari frétt um Spán er að gerend­urn­ir eru und­ir 15 ára. Við refs­um ekki börn­um und­ir 15 ára á Íslandi þegar þau fremja brot. Það væri hins veg­ar alltaf barna­vernd­ar­mál og myndi setja af stað samþætta þjón­ustu sem kem­ur með nýju far­sæld­ar­lög­un­um.“

Ef­ast ekki um að svona mál muni ger­ast á Íslandi

Spurð hvort að Íslend­ing­ar þurfi að ótt­ast þessa nýju ógn seg­ir hún það því miður vera svo.

„Íslend­ing­ar eru svo ótrú­lega tækni­vædd­ir og nýj­unga­gjarn­ir í notk­un á tækni að ég ef­ast ekki í eina sek­úndu um að við mun­um sjá svona brot hér á landi eins og ann­ars staðar í heim­in­um.“

María seg­ir að hingað til hafi hafi svona mál ekki komið upp hér á landi en að það sé aðeins tímaspurs­mál. Gervi­greind sé nú þegar búin að koma við sögu í fjár­svika­mál­um.

„Það eru marg­ir glæpa­menn sem eru með frum­kvöðlahugs­un.

Úrræði til staðar fyr­ir fólk

Að lok­um hvet­ur María fólk til að skoða vefsíðu 112 um netör­yggi þar sem bæði upp­lýs­ing­ar og stuðning er  finna fyr­ir fórn­ar­lömb, aðstand­end­ur eða fólk og for­eldra sem vilja tryggja netör­yggi.

„Ef ein­hver hef­ur áhyggj­ur af því að það sé mögu­lega eitt­hvað svona í dreif­ingu eða vill bara ör­ugg­ari net­notk­un þá eru til úrræði til að tak­marka dreif­ingu og þarna er hægt að leita allra upp­lýs­inga.“

Hægt er að nálg­ast vefsíðu 112 með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert