Fleiri en áður finna fyrir einmanaleika

Einmanaleiki er mestur hjá ungum konum en andleg heilsa karla …
Einmanaleiki er mestur hjá ungum konum en andleg heilsa karla hefur versnað milli ára, sérstaklega ungra karla. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fleiri landsmenn finna oft eða mjög oft fyrir einmanaleika en áður. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk sem finnur oftar fyrir einmanaleika og mikilli streitu í daglegu lífi en eldra fólk.

Einmanaleiki er mestur hjá ungum konum en andleg heilsa karla hefur versnað milli ára, sérstaklega ungra karla. Þetta kemur fram í niðurstöðum mælinga á andlegri heilsu landsmanna í fyrra sem birtar eru í Talnabrunni landlæknis.

Niðurstöðurnar eru um margt sláandi. Enn á ný er staðfest að líðan fólks sem glímir við fjárhagserfiðleika er almennt lakari en þeirra sem gera það ekki.

„Einmanaleiki var nær fjórfalt meiri meðal þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman miðað við þau sem eiga auðvelt með það. Árið 2022 sögðust 26% þeirra sem áttu erfitt með að ná endum saman finna oft eða mjög oft fyrir einmanaleika en aðeins 7% þeirra sem áttu auðvelt með að ná endum saman,“ segir í Talnabrunni.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert