Galdurinn í leikhúsinu

Marius von Mayenburg, leikskáld og höfundur þríleiksins Ellen B, Ex …
Marius von Mayenburg, leikskáld og höfundur þríleiksins Ellen B, Ex og Alveg sama. mbl.is/Eyþór

Í leik­hús­inu er hægt að gera hluti, sem er ógern­ing­ur að gera í kvik­mynd, seg­ir leik­skáldið og leik­stjór­inn Marius von Mayen­burg. Þriðja leik­rit þríleiks hans er heims­frum­sýnt í hans leik­stjórn í Þjóðleik­hús­inu í kvöld, 23. sept­em­ber, og nefn­ist Ekki málið. Mayen­burg seg­ir í viðtali í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins að gald­ur­inn í leik­hús­inu sé að gera fólki kleift að setja sig í spor annarra með öðrum hætti en hægt er að gera á hvíta tjald­inu.

„Þegar leik­ari leik­ur ras­ista á sviðinu finn ég allt í einu að ég gæti líka verið ras­isti. Að við finn­um að við erum ekki svo fram­andi hvert fyr­ir öðru; fólk eða gerðir, sem virðast okk­ur fjar­læg, verða allt í einu mjög ná­læg, manni bregður og ger­ir sér grein fyr­ir að maður gæti verið Óþelló eða jafn­vel Jagó. Þessi mögu­leiki leik­hús­ins á að gera manni kleift að sam­sama sig, sjá sig í öðrum, er mjög verðmæt­ur og lyk­i­lá­stæða fyr­ir því að við þurf­um á leik­húsi að halda.

Er þetta frek­ar mögu­legt á sviði en á hvíta tjald­inu?

„Al­ger­lega, ég held að þetta sé alls ekki hægt á hvíta tjald­inu. Í bíó er verið að blekkja okk­ur. Ég veit að Ryan Gosl­ing stend­ur þarna eða hver sem það er, en ég gleymi því. Í leik­hús­inu er ekki hægt að gleyma því. Ég sé að þarna er maður og hann er að þykj­ast. Ég sé hvar ég sit, þarna er svið og þarna ljós­kast­ari. Blekk­ing­in er sjá­an­leg all­an tím­ann. Það er hluti af skemmt­un­inni, hluti af töfra­bragðinu. Þess vegna finnst mér þetta bara virka í leik­hús­inu, bara þegar ég er með þetta lif­andi fyr­ir fram­an mig, þegar ég sit og hugsa með mér að ég viti að leik­ar­inn, sem stend­ur þarna fyr­ir fram­an mig, heit­ir Björn Thors, en ég ákveð að í kvöld skuli ég trúa því að þetta sé Hamlet.

Það er gald­ur­inn í leik­hús­inu. Kvik­mynd­in reynd­ir að gera þetta ósýni­legt, en leik­húsið sæk­ir sitt aðdrátt­ar­afl í að við erum á staðnum þegar þessi umbreyt­ing á sér stað – þegar leik­ari stíg­ur á sviðið og læt­ur eins og hann sé ein­hver ann­ar. Þetta er töfra­bragð og það er meira í það spunnið en þegar við sjá­um bara út­kom­una. Kvik­mynd­in er alltaf bara út­kom­an af töfra­bragðinu. Ef önd er breytt í ljón vil ég verða vitni að því, það dug­ar mér ekki að sjá bara ljónið. Kvik­mynd­in sýn­ir bara ljónið. Leik­húsið sýn­ir þegar önd­in breyt­ist í ljón.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert