Hættustigið gæti lækkað með sakfellingu

Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir hættustig hryðjuverka vera endurmetið þegar …
Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir hættustig hryðjuverka vera endurmetið þegar tilefni þykir til. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn alþjóðasviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir hættu­stig hryðju­verka enn óbreytt, en það var hækkað í kjöl­far aflétt­ing­ar gæslu­v­arðhalds sak­born­ing­anna í hryðju­verka­mál­inu svo­kallaða.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Karl Stein­ar mat hættu­stigs­ins lif­andi mat sem sé end­ur­metið að gefnu til­efni, en ekki á nein­um ákveðnum tím­um. 

Hættu­stig hækkað í kjöl­far aflétt­ingu gæslu­v­arðhalds

„Við höf­um ekki séð til­efni til þess að lækka það eða gera breyt­ingu á þeim stað sem við erum á í dag,“ seg­ir Karl Stein­ar.

„Það er þá frek­ar tengt því ef okk­ur fynd­ist hafa slaknað á ein­hverri spennu sem við vær­um að horfa til eða ein­hverju ástandi. Eða ef það væri aukn­ing á ein­hverju. Þá mynd­um við skoða hvort við teld­um okk­ur vera á rétt­um stað.“

Hættu­stig­in eru fimm tals­ins og fylgja svipuðum viðmiðum og hinar Norður­landaþjóðirn­ar, en Ísland var áður aðeins með fjög­ur hættu­stig, líkt og skal­inn sem Finn­land fylg­ir enn.  

Mat hættu­stigs tengt hryðju­verka­mál­inu

Hættu­stigið var hækkað úr tvö upp í þrjú í kjöl­far þess að Lands­rétt­ur aflétti gæslu­v­arðhaldi yfir Sindra Snæ Birg­is­syni og Ísi­dóri Nathans­syni í hryðju­verka­mál­inu, þann 13. des­em­ber 2022. 

Aðspurður hvort til greina kæmi að lækka hættu­stig aft­ur ef sak­born­ing­arn­ir tveir yrðu sak­felld­ir seg­ir Karl Stein­ar það vissu­lega geta komið til greina í mati rík­is­lög­reglu­stjóra á hættu­stigi vegna hryðju­verka.

„Það gæti al­veg verið, eins og ég segi þá er þetta al­veg lif­andi plagg.“

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, eru ákærðir í hryðjuverkamálinu …
Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son, eru ákærðir í hryðju­verka­mál­inu svo­kallaða. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Net­spjöll tengja öfga­fulla ein­stak­linga

Nokkr­ir sam­verk­andi þætt­ir hafi leitt til þess að hættu­stigið var hækkað á sín­um tíma að sögn Karls Stein­ars, en hann seg­ir þró­un­ina benda til auk­inn­ar getu í tengsl­um við vopna­fram­leiðslu og upp­lýs­inga­öfl­un í tengsl­um við fram­kvæmd slíkra glæpa. 

Þar nefn­ir hann sem dæmi þrívídd­ar­prent­un vopna, en einnig net­spjöll, sem tengi öfga­fulla ein­stak­linga við aðra sem séu sama sinn­is.

Hann seg­ir slíkt einnig eiga ræt­ur sín­ar að rekja til stríðsástands í Evr­ópu, en Karl Stein­ar seg­ir sög­una sýna að stríðsástand ýti und­ir­liggj­andi sam­fé­lags­leg­um þátt­um, tengd­um hryðju­verk­um, upp á yf­ir­borðið. 

Hættustig vegna hryðjeverka.
Hættu­stig vegna hryðje­verka.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert