Klassísk matargerð í Safnahúsinu

Sigurveig Káradóttir og Anna María Sigurðardóttir hafa opnað kaffihús í …
Sigurveig Káradóttir og Anna María Sigurðardóttir hafa opnað kaffihús í Safnahúsinu á Hverfisgötu. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurveig Káradóttir og Anna María Sigurðardóttir reka saman nýtt kaffihús í hinu fornfræga Safnahúsi við Hverfisgötu. Spurð hvað sé vinsælast meðal gesta segir Sigurveig:

„Fiskur dagsins, sem er aldrei vitað hvernig verður fyrr en á síðustu stundu en er alltaf góður. Möndlukakan góða hefur slegið í gegn, sömuleiðis pekanpæið og sítrónusandkakan þykir alltaf góð. Matarmiklu súpurnar, með heimalöguðum brauðteningum sem ég bý til úr skonsum, njóta mikilla vinsælda.“

Kaffihúsið er í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Kaffihúsið er í Safnahúsinu við Hverfisgötu. mbl.is/Árni Sæberg

Anna María er spurð hvaða rétt hún myndi velja sér af matseðlinum ef hún mætti einungis velja einn.

„Ég elska skonsurnar. Þær eru hversdagslegur matur en það er samt hægt að klúðra þeim. Sigurveig klúðrar engu, hún er göldrótt í matreiðslunni.“

Kaffihúsið var opnað nýlega og þar er m.a. hægt að …
Kaffihúsið var opnað nýlega og þar er m.a. hægt að fá matarmiklar súpur, skonsur og kökur. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum nýbúnar að opna og erum að þreifa okkur áfram. Ég á eftir að kaupa plöntur og gera eitthvað meira,“ segir Sigurveig. Hún segir þær Önnu Maríu vera með alls kyns hugmyndir.

„Við stefnum að því að fá vínveitingaleyfi fljótlega. Við erum að baka eitt og annað og getum létt fólki lífið. Það er hægt að hringja og koma og ná sér í eftirrétti og kökur. Fyrir jólin gerum við kannski fallegar jólakörfur sem fólk getur keypt fyrir sig eða til gjafa.“

Nánar er rætt við þær Sigurveigu og Önnu Maríu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert