Skjálftahrinan orðin kröftugri

Skjálftahrinan er orðin kröftugri nærri Geitafelli.
Skjálftahrinan er orðin kröftugri nærri Geitafelli. Kort/map.is

Tveir skjálftar mældust laust fyrir klukkan 21 í kvöld nærri Geitafelli, um tíu kílómetra norðvestur af Þorlákshöfn.

Voru þeir báðir þó nokkuð stærri en skjálftarnir sem urðu í hrinunni fyrr í dag. Sá fyrri mældist 3,2 að stærð en sá seinni var aðeins minni eða 2,9.

Nokkrir minni skjálftar mældust í aðdraganda skjálftanna sem og átta minni eftirskjálftar, sá síðasti þegar klukkan var 18 mínútur gengin í tíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert