Skjálftahrinan sem hófst nærri Geitafelli, norðvestur af Þorlákshöfn, aðfaranótt sunnudags lauk klukkan 15 í dag.
Þetta staðfestir Einar Hjörleifsson, náttúrvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Stærsti skjálftinn í hrinunni var af stærðinni 3,2, sá næststærsti af stærðinni 3,1 og einn af stærðinni 3. Riðu þeir allir yfir í gærkvöldi.
Alls mældust 64 skjálftar í hrinunni.