„Að fara á Hraunið er botninn á tilverunni“

Páll Winkel fangelsismálastjóri og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum á …
Páll Winkel fangelsismálastjóri og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum á Litla-Hrauni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ljóst að nýtt fangelsi á Litla-Hrauni muni ekki heita sama nafni. Greint var frá því í dag að nýtt fangelsi yrði byggt og Litla-Hrauni lokað. 

Eftir blaðamannafund dómsmálaráðuneytisins spurði blaðamaður Pál hvort fangelsið myndi halda nafninu.

„Nei alveg örugglega ekki. Við munum skipta um nafn. Það hefur verið greipt inn í þjóðarvitundina að Litla-Hraun sé eitthvað slæmt. Að fara á Hraunið er botninn á tilverunni. Þannig við stefnum á nýtt nafn,“ segir Páll. 

Spurður hvort hugmyndir séu komnar að nýju nafni og hvenær það yrði opinberað sagði Páll:

„Það eru ýmsar hugmyndir. Kannski förum við í hugmyndasamkeppni. Kannski á vegum Morgunblaðsins, ég veit það ekki?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert