Fækka stofnunum úr átta í þrjár

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið gera fækka stofnunum úr átta í …
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið gera fækka stofnunum úr átta í þrjár. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur á undanförnum mánuðum unnið að endurskipulagningu þeirra stofnana sem starfa á vegum ráðuneytisins. Kynnt hefur verið ákvörðun um að stofnunum fækki úr átta í þrjár. 

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að meginmarkmið endurskipulagningarinnar sé að skapa stærri, kröftugri og faglega öflugri stofnanir sem geti tekist á við áskoranir til framtíðar og unnið að markmiðum Íslands í umhverfismálum.

Liggja nú fyrir drög að lagafrumvörpum í samráðsgátt stjórnvalda vegna:

  • Náttúruverndar- og minjastofnunar en þar verða Vatnajökulsþjóðgarður, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, náttúruverndarsvið Umhverfisstofnunar og Minjastofnun Íslands sameinuð.
  • Loftslagsstofnunar þar sem Orkustofnun og Umhverfisstofnun (umhverfis- og loftslagsmál) verða sameinaðar.
  • Einnig stendur til að sameina Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn (RAMÝ) og Landmælingar Íslands verða sameinaðar.

Frestur til 4. október

Athugasemdafrestur vegna framangreindra frumvarpa er til 2. og 4. október næstkomandi. Hagsmunaaðilar og aðrir áhugasamir eru einnig hvattir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri gagnvart áframhaldandi vinnu við áformaða endurskipulagningu stofnanakerfis ráðuneytisins.

Umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda vegna áframhaldandi vinnu við stofnanabreytingar ráðuneytisins er til 9. október næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert