Konan sem sætir gæsluvarðhaldi íslensk

Konan sem nú sætir gæsluvarðhaldi er íslensk.
Konan sem nú sætir gæsluvarðhaldi er íslensk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Konan sem úrskurðuð var í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær er íslensk. Sætir hún gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á andláti karlmanns á sextugsaldri. Karlmaðurinn var einnig íslenskur. 

Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. 

Ævar segir lögreglu ekki geta tjáð sig frekar um málið.

Konan var handtekin á vettvangi um helgina en andlát mannsins varð í fjölbýlishúsi í austurborginni.

Til­kynn­ing um málið barst lög­reglu á laug­ar­dags­kvöld og hélt hún þegar á staðinn og hóf þar end­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir á mann­in­um. Hann var í fram­hald­inu flutt­ur á Land­spít­al­ann, en var úr­sk­urðaður þar lát­inn.

Rannsókn málsins miðar vel áfram að sögn Ævars og að beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert