Líkist Öskju og Veiðivötnum

Frá öðru gosinu, í ágúst í fyrra. Nýja kvikan hóf …
Frá öðru gosinu, í ágúst í fyrra. Nýja kvikan hóf að streyma upp á yfirborðið þegar nokkuð var liðið af fyrsta gosinu árið 2021, eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá. mbl.is/Árni Sæberg

Kvikan sem komið hefur upp í síðustu eldgosum á Reykjanesskaganum er líkust þeirri kviku sem finnst í grennd við norðvestanverðan Vatnajökul, þar sem áhrifa möttulstróksins undir Íslandi gætir mest.

Þetta sýna rannsóknir jarðvísindamanna.

Þykir kvikunni svipa mest til þess sem komið hefur upp úr Öskju, við Veiðivötn og ofan úr Grímsvötnum.

Hún á að sama skapi lítið skylt við þau hraun sem til þessa hafa verið rannsökuð á Reykjanesskaga.

„Hann er þá að skipta um ham,“ segir Þorvaldur um …
„Hann er þá að skipta um ham,“ segir Þorvaldur um möttulstrókinn, reynist kenningin rétt. mbl.is/Árni Sæberg

Gæti verið að skipta um ham

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í berg- og eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir þetta geta verið til marks um breytingar í eldvirkni á skaganum.

Möttulstrókurinn, sem talinn er eiga miðju sína undir Vatnajökli, gæti verið að teygja sig undir suðvesturhornið með þessum afleiðingum.

„Hann er þá að skipta um ham,“ segir Þorvaldur um möttulstrókinn, reynist þessi kenning rétt.

Áður hefur hér verið greint frá því að líklega sé möttulstrókurinn að eflast. Og einnig að sú gerð kviku, sem upp hefur komið í jarðeldum Reykjanesskagans síðustu þrjú ár, hafi aldrei áður sést á skaganum.

En hvað þýðir þetta?

Mun ítarlegri umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag, 25. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka