Þór með farþegaskip í togi frá Grænlandi

Varðskipið Þór og Polarfront í Fönfirði
Varðskipið Þór og Polarfront í Fönfirði Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór kom nú á þriðja tímanum til Reykjavíkur með franska farþegaskipið Polarfont í togi frá Grænlandi.

Leitað var til landhelgisgæslunnar vegna vélabilunar í farþegaskipinu í nokkra daga innst í Fönfirði, sem er inn af Scorespysundi á Grænlandi. 

Taug skotið á milli skipanna.
Taug skotið á milli skipanna. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Það var óskað eftir því að Þór færi til Grænlands þar sem farþegaskipið var í vandræðum vegna vélarbilunar. Þór sigldi frá Seyðisfirði á miðvikudaginn. Þetta var tveggja sólarhringa sigling. Þór var kominn að skipinu á föstudaginn.

Taug var sett á milli og siglingin til Reykjavíkur tók rúma þrjá sólarhringa í töluverðum sjógangi. Þetta var töluvert verkefni fyrir áhöfnina,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is en Polarfront mun í framhaldinu fara í slipp.

Þór með Polarfront í togi.
Þór með Polarfront í togi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Þór að koma með Polarfront í togi til Reykjavíkur.
Þór að koma með Polarfront í togi til Reykjavíkur. Ljósmynd/Ólafur Hauksson
Þór nálgast hér Reykjavíkurhöfn með franska skipið í dag.
Þór nálgast hér Reykjavíkurhöfn með franska skipið í dag. Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert