600 þúsund tonna ávinningur á ári

Baldur Pétursson, verkefnastjóri alþjóðlegra verkefna hjá Orkustofnun.
Baldur Pétursson, verkefnastjóri alþjóðlegra verkefna hjá Orkustofnun. Ljósmynd/Anton Brink

Bald­ur Pét­urs­son, verk­efna­stjóri alþjóðlegra verk­efna hjá Orku­stofn­un, seg­ir að ­verk­efni Uppbyggingarsjóðs EES á sviði orku-, umhverfis- og loftslagsmála í Póllandi, sem Ísland tekur meðal annars þátt í, komi til með að skila ávinn­ingi á sviði lofts­lags­mála sem muni nema um það bil 600 þúsund tonn­um minni los­un kolt­ví­sýr­ings á hverju ein­asta ári.

Til að setja það í samhengi er gert ráð fyrir að Ísland muni minnka losun um 120 þúsund tonn á ári.

Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki

„Þarna er tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að hefja samstarf við pólsk og nýta sér þannig alþjóðlegt fjármagn í sinni starfsemi,“ segir hann en bæði pólskir og evrópskir sjóðir láta sig verkefnið varða.

Baldur segir að aldrei áður hafi umhverfis-, orku- og loftslagsmál verið sameinuð í einu verkefni.

Hann segir stóra áfanga í loftslagsskrefum muni nást með lausnum í orkumálum sem sé ávinningur fyrir alla því í loftslagsmálum séu engin landamæri.

„Þarna sést kannski vel hvað alþjóðasamstarf innan EES-samningsins getur skilað miklu á sviði loftslagsmála. Ég held að fleiri lönd muni fara þá leið að sameina verkefni í umhverfis-, orku- og loftslagsmálum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert