Handjárnaður fyrir utan Ráðherrabústaðinn

Smiðurinn situr ofan á manninum sem reyndi að stela hlaupahjóli …
Smiðurinn situr ofan á manninum sem reyndi að stela hlaupahjóli hans. Ráðherrabílstjórarnir eru við öllu búnir. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Ungur maður var handjárnaður fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í Reykjavík í morgun á meðan ríkisstjórnarfundur stóð yfir.

Á meðan blaðamaður mbl.is beið eftir að ríkisstjórnarfundinum lyki þá varð uppákoma á planinu fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Ungur maður, greinilega í annarlegu ástandi, hugðist hnupla hlaupahjóli, sem var í eigu smiðs sem var að störfum í garði hússins við hlið Ráðherrabústaðsins.

Smiðurinn brást fljótt við og náði að snúa manninn niður og með aðstoð frá þremur bílstjórum úr ráðherraliðinu tókst þeim að færa manninn í handjárn og ungi maðurinn var síðan fjarlægður af lögreglu, sem mætti á staðinn.

Þessi uppákoma truflaði ekki ríkisstjórnarfundinn, sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, stýrði í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem var upptekin við önnur embættisstörf.

Maðurinn færður í handjárn af ráðherrabílstjórunum.
Maðurinn færður í handjárn af ráðherrabílstjórunum. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert