Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í gærkvöldi sem var að aka eftir Reykjanesbraut í Kópavogi á 191 km hraða á klukkustund. Þar er leyfilegur hámarkshraði 80 km á klukkustund.
Lögreglan segir að ökumaðurinn, sem er karlmaður á þrítugsaldri, hafi í kjölfarið verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, en hann á jafnframt ákæru yfir höfði sér.
„Vonandi er að viðkomandi láti þetta sér að kenningu verða, en með slíkum ofsaakstri stefnir hann bæði sjálfum sér og öðrum vegfarendum í mikla hættu.“