Atvinnuleysi mælist 3,3%

Hlutfall atvinnulausra var 3,3% í ágúst, hlutfall starfandi var 78,7% …
Hlutfall atvinnulausra var 3,3% í ágúst, hlutfall starfandi var 78,7% og atvinnuþátttaka var 81,4%. mbl.is/Eggert

Alls voru 7.600 manns atvinnulausir í ágúst, að því er segir í árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands.

Hlutfall atvinnulausra var 3,3% í ágúst, hlutfall starfandi var 78,7% og atvinnuþátttaka var 81,4%.

Á milli mánaða dróst saman árstíðaleiðrétt atvinnuleysi um 0,2 prósentustig. Hlutfall starfandi jókst um 0,9 prósentustig og atvinnuþátttaka um 0,8.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert