„Ljóst er, að verði framlag til Fornminjasjóðs á þeim nótum sem fjárlagafrumvarpið leggur til verður Fornminjanefnd nánast óstarfhæf miðað við öll þau knýjandi verkefni sem fyrir liggja. Þau munu hreinlega stöðvast vegna fjárskorts,“ segir í umsögn við fjárlagafrumvarpið sem Andrés Skúlason formaður Fornminjanefndar hefur sent fjárlaganefnd.
Segir hann að rúmlega 106 milljóna kr. framlag til sjóðsins á yfirstandandi ári eigi að lækka í 48 milljónir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fornminjanefnd standi því frammi fyrir ríflega 50% niðurskurði á ráðstöfunarfé til úthlutunar milli ára. Þetta sé „óskiljanleg aðför að sjóðnum“.
Í umsögninni segir enn fremur að ef fjárlaganefnd grípi ekki inn í þetta mál af festu þýði það að áætlanir fornminjanefndar um úthlutanir til næsta árs hafi verið settar í fullkomið uppnám.
Meira í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.