Skjálfti af stærðinni 3,3 reið yfir

Skjálfti af stærðinni 3,3 reið yfir á Sandfellsheiði, 2,1 kílómetra …
Skjálfti af stærðinni 3,3 reið yfir á Sandfellsheiði, 2,1 kílómetra norður af Reykjanestá, rétt fyrir klukkan 22 í kvöld. Skjáskot/Map.is

Skjálfti af stærðinni 3,3 reið yfir Sandfellshæð, um 2,1 kílómetra norður af Reykjanestá, rétt fyrir klukkan 22 í kvöld.

Alls mældust þrír skjálftar, yfir 2 að stærð,  á svipuðum slóðum á fjögurra mínútna tímabili, eða frá klukkan 21.55 til klukkan 21.59.

Þetta staðfestir Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Alls hafa 132 skjálftar mælst frá miðnætti, þó flestir frekar kraftlitlir.

„Þessi áframhaldandi skjálftavirkni er bara í tengslum við þessa auknu virkni sem er búin að vera síðustu þrjú ár. Þetta tengist allt spennubreytingum í jarðskorpunni, sem er vegna kviku sem er að flæða inn á miklu dýpi,“ segir Magnús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert