Eimskip móttekið kröfubréf Samskipa

Lögmenn Samskipa sendu forstjóra Eimskips kröfubréf þar sem bóta er …
Lögmenn Samskipa sendu forstjóra Eimskips kröfubréf þar sem bóta er krafist vegna sáttar sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið og lýsti þar yfir að félögin hefðu átt í ólöglegu samráði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eim­skip hef­ur mót­tekið kröfu­bréf frá sam­keppn­isaðila sín­um Sam­skip­um. Þetta staðfest­ir Edda Rut Björns­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Eim­skips, fyr­ir hönd fé­lags­ins.

Seg­ist hún lítið geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að bréfið hafi borist fé­lag­inu og verið sé að skoða það.

Krefjast bóta

Lög­menn Sam­skipa sendu Vil­helm Þor­steins­syni, for­stjóra Eim­skips, kröfu­bréf þar sem bóta er kraf­ist vegna sátt­ar sem Eim­skip gerði við Sam­keppnis­eft­ir­litið og lýsti þar yfir að fé­lög­in hefðu átt í ólög­legu sam­ráði.

Ekki tókst að ná tali af Vil­helm við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert