Þrír handteknir í tengslum við líkamsárás

Þrír voru handteknir í nótt.
Þrír voru handteknir í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt þrjá einstaklinga sem taldir eru tengjast líkamsárás. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ekki sagt frekar um hvaða mál ræðir. 

Þá kemur fram að allir þeir sem handteknir voru hafi verið teknir í heimahúsi og að málið sé nú í rannsókn. 

Að öðru leyti var rólegt á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 

Ökumaður var stöðvaður grunaður um of hraðan akstur. Þá kom einnig í ljós að viðkomandi hafði drukkið áfengi fyrir akstur en mældist undir mörkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka