„Ég varð svolítið hræddur“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra. mbl.is/Eyþór

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, seg­ir lík­ams­árás gegn gesti á ráðstefnu á veg­um Sam­tak­anna '78 vera grafal­var­legt mál. Það komi hon­um hins veg­ar ekki á óvart að svo hafi orðið miðað við aukna hat­ursorðræðu í garð hinseg­in fólks í sam­fé­lag­inu.

Ráðist var á gest á ráðstefn­unni á þriðju­dags­kvöld er hann gekk heim af hátíðar­kvöld­verði. Lög­regl­an rann­sak­ar málið og seg­ir ekki úti­lokað að málið verði rann­sakað sem hat­urs­glæp­ur.

„Ég varð eig­in­lega svo­lítið hrædd­ur. Mér finnst þetta grafal­var­legt mál. Það kem­ur kannski ekki á óvart. Það hef­ur verið auk­in hat­ursorðræða í garð hinseg­in fólks og við höf­um séð árás­ir á hinum Norður­lönd­un­um,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi í sam­tali við mbl.is. 

Tíðni hat­urs­glæpa verði skráð mark­visst

Hann seg­ir mik­il­vægt að stjórn­völd geti unnið mark­visst að því að út­rýma hat­ursorðræðu og hat­urs­glæp­um. Til þess þurfi að koma upp skrá um tíðni þeirra, að hverj­um þeim bein­ist og af hvaða meiði þau eru. 

„Með því get­um við bet­ur brugðist við með rétt­um hætti og lært af töl­fræðinni,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi. Hann vís­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu for­sæt­is­ráðherra frá því í fyrra um hat­urs­glæpi og seg­ist von­ast til þess að málið verði tekið fast­ari tök­um. Hann viti til þess að for­sæt­is­ráðherra sé að koma hluta henn­ar til fram­kvæmda, þeim hlut­um sem ekki þurfa að fara fyr­ir þingið. 

„Þetta minn­ir okk­ur á það að það tek­ur lang­an tíma að ná í rétt­ind­in en get­ur tekið stutt­an tíma að missa þau eða að orðræðan breyt­ist í þá átt að draga úr sjálf­sögðum mann­rétt­ind­um hópa,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert