Fær ekki alþjóðlega vernd hér á landi

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest álit Útlendingastofnunar um Venesúela.
Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest álit Útlendingastofnunar um Venesúela. mbl.is/Hari

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest það álit Útlendingastofnunar að umsækjendur um alþjóðlega vernd frá Venesúela njóti ekki lengur sjálfkrafa slíkrar verndar hér á landi. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Úrskurður þessa efnis, sem enn hefur ekki verið birtur opinberlega, var felldur í máli einstaklings frá Venesúela, en kærumál sem fyrir nefndina koma eru lögð fyrir á einstaklingsgrundvelli, þ.e. hver og einn sem vill láta reyna á réttindi sín þarf að sækja sitt mál sjálfur. Ætla má að sama niðurstaða bíði annarra flóttamanna frá Venesúela sem eins er ástatt um.

Nær helmingur frá Venesúela

Það sem af er þessu ári hafa um 3.100 umsóknir borist stjórnvöldum um alþjóðlega vernd og eru flestar þeirra frá fólki frá Venesúela eða 1.270 talsins.

Þær upplýsingar komu fram á minnisblaði sem dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku. Þar kom einnig fram að umsóknir frá hinni stríðshrjáðu Úkraínu væru 1.140, en mun færri umsóknir voru frá fólki frá öðrum löndum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert