Kópavogsbær „taki stórt skref afturábak“

Salurinn í Kópavogi.
Salurinn í Kópavogi. mbl.is/Golli

Stjórn Klassís, fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, lýsir yfir þungum áhyggjum yfir áformum bæjarstjórnar Kópavogsbæjar um að bjóða út starfsemi Salarins í Kópavogi.

Félagið skorar á bæjarstjórn Kópavogsbæjar að endurskoða áform sín og „sýna í verki að Kópavogsbær sé enn sá menningarbær sem hann áður var.“

Fyrsti sérhannaði kammertónleikasalur landsins

Í tilkynningu frá félaginu segir að Salurinn í Kópavogi hafi verið fyrsti tónleikasalur landsins sem var sérhannaður með kammertónlist í huga og hafi verið heimili frábærra tónleikaraða klassískrar tónlistar á borð við Tíbrá og Syngjandi í Salnum.

Með því að bjóða starfsemina út telur félagið að hlutur klassískrar tónlistar á fjölum Salarins skerðist verulega eða hverfi með öllu. Þar með bitni útboðið á starfsmöguleikum félagsmanna Klassís. 

Er það mat Klassís að Kópavogsbær, sem lengi vel hafi staðið framar flestum öðrum sveitarfélögum í menningarmálum, taki stórt skref afturábak í uppbyggingu menningar og lista í bænum með áformum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert