Nokkrir einstaklingar frömdu vopnað rán í verslun á höfuðborgarsvæðinu í gær. Í dagbók lögreglunnar er atvikið skráð á lögreglustöð 3, sem nær til Breiðholts og Kópavogs.
Segir þar að mennirnir hafi farið inn í verslunina og haft á brott með sér verðmæti eftir að hafa ógnað starfsfólki.
Ekki segir hvort lögregla hafi haft hendur í hári ræningjanna, aðeins að málið sé til rannsóknar.