Ók í veg fyrir Strætó

Loka þurfti fyrir umferð á tíunda tímanum vegna óhappsins.
Loka þurfti fyrir umferð á tíunda tímanum vegna óhappsins. Ljósmynd/Aðsend

Loka þurfti fyr­ir um­ferð um vest­ur­hluta Hverf­is­götu í miðborg Reykja­vík­ur á tí­unda tím­an­um í morg­un eft­ir að ökumaður fólks­bíls ók í veg fyr­ir stræt­is­vagn sem var á leið í aust­ur eft­ir göt­unni. 

Var ökumaður fólks­bíls­ins að taka af stað úr bíla­stæði við göt­una þegar óhappið varð.

Eng­in slys urðu á fólki að sögn Árna Friðleifs­son­ar, aðal­varðstjóra hjá um­ferðardeild lög­regl­unn­ar.

Vel geng­ur að leysa úr mál­um á staðnum og sagðist Árni bú­ast við því að fljót­lega yrði opnað fyr­ir um­ferð aft­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert