Loka þurfti fyrir umferð um vesturhluta Hverfisgötu í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í morgun eftir að ökumaður fólksbíls ók í veg fyrir strætisvagn sem var á leið í austur eftir götunni.
Var ökumaður fólksbílsins að taka af stað úr bílastæði við götuna þegar óhappið varð.
Engin slys urðu á fólki að sögn Árna Friðleifssonar, aðalvarðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar.
Vel gengur að leysa úr málum á staðnum og sagðist Árni búast við því að fljótlega yrði opnað fyrir umferð aftur.