Vitundarvakning þolir enga bið

„Ég tel að það sem ég get sjálf gert þoli …
„Ég tel að það sem ég get sjálf gert þoli enga bið," segir Katrín. Samsett mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er að undirbúa vitundarvakningu um hatursorðræðu og ætlar að leita samstarfs úr mörgum áttum. 

„Ég tel að það sem ég get sjálf gert þoli enga bið. Af því að við erum að sjá þetta bakslag hvað varðar hatursorðræðu allt í kringum okkur,” sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

Ráðist var á karl­mann sem sótti ráðstefnu Sam­tak­anna '78 fyrr í vikunni. Einnig var veist að litl­um hópi ráðstefnu­gesta sem var á göngu niðri í bæ. Grun­ur leik­ur á að fleiri en einn hafi komið að árás­inni.

Katrín ræðst í verkefnið í krafti embættis síns sem forsætisráðherra eftir að hafa í fyrra lagt fram á Alþingi sérstaka aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu. Endurskoðuð áætlun er væntanleg frá henni.

„Allt annar heimur“

„Við erum að sjá þá staðreynd að til dæmis börn og ungmenni eru umkringd allt annars konar áreiti en fyrri kynslóðir. Þetta er bara allt annar heimur og ég held að það skipti gríðarlegu máli að mæta þessu unga fólki á þeim stað þar sem það er,” sagði Katrín um vitundarvakninguna.

„Við erum með löggjöf um hatursorðræðu, tiltölulega nýlega, og það skiptir máli að stjórnvöld framfylgi því að fræða og vekja athygli á því hvað þetta merkir.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert