Viljum „alls ekki auglýsa landið á þennan máta“

Ævintýramaðurinn Pete Ruppert festi 14 tonna hertrukk á hálendinu á …
Ævintýramaðurinn Pete Ruppert festi 14 tonna hertrukk á hálendinu á dögunum. Greip hann til þeirra ráða að grafa holu í veginn og nýta sér bíldekk sem hálfgert akkeri til að toga bílinn áfram. Skjáskot/Youtube

Ferðaklúbbur­inn 4x4 er sleg­inn yfir fram­ferði sem birt­ist í mynd­bönd­um ferðamanns­ins Pete Rupp­erts af akstri á stór­um trukk á há­lendi Íslands.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá klúbbn­um en greint var frá því í kvöld að Pete Rupp­ert, sem rek­ur Youtu­be-rás­ina Pete Rupp­ert Uni­verse, hafi verið á ferð um Ísland á 14 tonna hertrukk sem olli viðhlít­andi skemmd­um á veg­um lands­ins.

„Ljóst er að þarna eru unn­ar um­tals­verðar skemmd­ir á nátt­úru okk­ar, slóðum og veg­um á há­lend­inu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Mynd­bönd­in bera með sér að þarna er eng­in virðing bor­in fyr­ir því hve nátt­úr­an er viðkvæm og böðlast í gegn­um slóða og troðninga auk þess sem vís­vit­andi er ekið utan slóða.“

Vona að kæra verði gef­in út

4x4 seg­ir að aðilar sem aka um á 14 tonna trukk­um þurfi að sýna sér­staka aðgát og „geta í raun ekki keyrt hvar sem er, enda und­ir­lag víða mjúkt á há­lend­inu“.

Þá hafi klúbbur­inn haft sam­band við um­hverf­is­ráðuneytið og ætli þar að auki hafa sam­band við Um­hverf­is­stofn­un til að óska eft­ir að málið verði skoðað. Þá er von­ast eft­ir því að gef­in verði út kæra.

„Svona vilj­um við ekki láta viðgang­ast hér á landi og alls ekki aug­lýsa landið á þenn­an máta. Von­andi bregðast yf­ir­völd við þessu til að fólk sjái að við líðum ekki svona traðk á nátt­úr­unni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert