Lítill hljómgrunnur er fyrir Húnavallaleiðinni

Blönduós.
Blönduós. mbl.is/Sigurður Bogi

„Málið snýst í raun ekki um að Blönduós gæti ekki lifað af ef þjóðvegurinn yrði færður með Húnavallaleið,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri í Húnabyggð. „Þessi umræða er mjög sérstök þegar samgöngumál eru skoðuð heildstætt og brýn byggðar- og öryggismál er varða samgöngur á landinu öllu eru greind.

Umræður um nýjan veg sem þennan komast sennilega aldrei af hugmyndastigi ef tekið er mið af þeim samgöngubótum sem nauðsynlegar eru um land allt. Kostnaðurinn við framkvæmdir yrði mikill og ávinningurinn óljós.“

Styttir hringveg talsvert

Enn og aftur er rætt um svonefnda Húnavallaleið; gerð alls 14 kílómetra langs vegar frá Giljá í Þingi sunnan við Blönduós og þar yfir hæðir og ása og brú yfir Blöndu fyrir miðjum Langadal. Þetta gæti stytt hringveginn um Húnabyggð um 17 kílómetra en jafnframt færi Blönduós úr þeirri alfaraleið sem nú er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka