Lögreglan með viðbúnað í Vogum

Lögreglan að störfum í Vogum.
Lögreglan að störfum í Vogum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Suðurnesjum var með viðbúnað í Vogum fyrr í morgun. Að sögn ljósmyndara mbl.is sem var á staðnum virtist lögreglan vera að leita að einhverju.

Leituðu lögregluþjónarnir á svæðinu nálægt íþróttamiðstöðinni og í Aragerði.

Þrír lögreglubílar voru á staðnum og nokkur fjöldi lögreglumanna.

Lögreglan vildi ekkert tjá sig um málið við ljósmyndarann og ekki hefur náðst í lögregluna á Suðurnesjum við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka