Bætur ef tjón verður af völdum bólusetningar

Áformað er að bæta tjón vegna bólusetninga.
Áformað er að bæta tjón vegna bólusetninga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæt­ur verða greidd­ar til þeirra sem verða fyr­ir tjóni vegna bólu­setn­ing­ar með bólu­efni sem ís­lensk heil­brigðis­yf­ir­völd leggja til, að því er fram kem­ur í drög­um að nýju frum­varpi til laga um sjúk­linga­trygg­ingu sem heil­brigðisráðherra hyggst leggja fram á Alþingi í vet­ur. Drög að frum­varp­inu eru kynnt í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Frum­varpið er afrakst­ur vinnu starfs­hóps sem heil­brigðisráðherra skipaði í byrj­un árs, en hópn­um var falið að end­ur­skoða lög um sjúkra­trygg­ingu og að semja drög að laga­frum­varpi um nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á gild­andi lög­um sem eru frá ár­inu 2001 eða, eft­ir at­vik­um, nýj­um heild­ar­lög­um um sjúk­linga­trygg­ingu. Í lög­un­um var ákvæði um að þau skyldi end­ur­skoða á fjög­urra ára fresti, en af því hef­ur ekki orðið, að því er fram kem­ur í grein­ar­gerð.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert