Manninum líklega ráðinn bani

Ævar Pálmi segir allt benda til þess að manninum hafi …
Ævar Pálmi segir allt benda til þess að manninum hafi verið ráðinn bani. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að allt bendi til þess manni á sextugsaldri hafi verið ráðinn bani í íbúð í fjölbýlishúsi við Bátavog í Reykjavík um þar síðustu helgi.

„Við teljum okkur geta sagt það með vissu að manninum hafi verið ráðinn bani og áverkar á honum eru með þeim hætti, án þess að ég geti farið nánar út í það hvaða áverkar það eru. Kona er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um manndrápið. Rannsóknin snýst um það,“ segir Ævar Pálmi við mbl.is.

Konan, sem er um fertug, var handtekin á vettvangi og var úrskurðuð í gæsluvarðhald. Gæsluvarðsúrskurður hennar rennur út á morgun.

Ævar segir að ákvörðun verði tekin á morgun hvort óskað verður eftir áframhaldandi gæsluvarðsúrskurði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka